10 bestu / Sumarliði Helgason - Summi Hvanndal S11 E5

Asgeir Olafsson Lie - Podcast - Podcast autorstwa Podcast Stúdíó Akureyrar

Kategorie:

Í dag var mikið rætt um tónlist eðlilega. En Sumarliði er í nokkrum hljómsveitum í dag og hefur haldið alls kyns viðburði og heldur því áfram. Eyrarrokk og Norðurljósin svo eitthvað sé nefnt.  Hann talar um fjöslkylduna sína sem er samheldin, hvernig hann kynntist konunni, hvaða lag var vinsælast þegar þau hittust fyrst og börnin sín þrjú. Ekki margir vita að elsti sonur hans er að vinna með risasatórum nöfnum í bransanum, sko erlendis.  Sonur hans á þrjár platínum plötur (yfir milljón eintök seld) og vinnur þetta allt úr stúdíóinu sínu í Rimasíðunni. Eitt lag hans á yfir 250 milljón streymi á Spotify og á hann samning við SONY risann. En annars er margt framundan hjá Summa, Tenerife, semja, gigg út árið með öllum hljómsveitunum sínum í bland, Hann hlustar á allt og ef það er gott og vel samið þá höfðar það til hans.  Hann er með sín 10 lög og svo förum við líka yfir lögin sem hann hefur samið sjálfur. Örugglega mörg þar sem koma á óvart. Margir hittarar. Algerlega frábært spjall við mætan mann Summa Hvanndal. Hvernig varð Hvanndalsnafnið til? Allt kemur fram. Takk fyrir gott spjall og takk fyrir að hlusta:)