10 bestu / Trausti Haralds, maðurinn á bakvið hittarana! S4 E7
Asgeir Olafsson Lie - Podcast - Podcast autorstwa Podcast Stúdíó Akureyrar
Trausti Heiðar Haraldsson hefur samið fleiri hittara í gengum tíðina. Meðal annars fyrir hinn eina sanna Pál Óskar. Hvað ef ég segði þér að Trausti eigi alla vega fjóra hittara sem hann samdi fyrir PÓ? Trausti og Palli breyttu Eurovision með laginu Minn hinsti dans. Einnig þá samdi hann Dolce Vita og samdi hann það til konunnar sinnar þegar Páll Óskar áttaði sig á að þetta yrði ,,the next big thing" sem það svo varð. Hann er í bandinu ROK í dag og spiluðum við tvö lög af nýju plötunni. Annað þeirra er þegar óútgefið og kemur út á næstu dögum. Hann rekur stórfyrirtæki, á stóra fjölskyldu og er mjög upptekinn. Hann valdi sér lag þegar ég spurði hann hvaða lag hann hefði viljað hafa samið. Einnig þá náði hann að velja sér artista þegar ég bað hann að velja sér hann. En hann þurfti að hugsa sig vel um. Misstu ekki af þessu frábæra viðtali við, að mínu mati, besta lagasmið okkar Íslendinga. Ég óska hér með eftir umboðsmanni fyrir Trausta.