Blóðið er besta vitnið
Þetta helst - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Ragnar Jónsson hefur starfað í íslensku lögreglunni í meira en þrjá áratugi. Undanfarin 23 ár hefur hann þó sérhæft sig í tilteknum kima lögreglustarfsins: blóði. Hann er blóðferlafræðingur hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann skoðar hvernig blóð hagar sér og skilur söguna sem það skilur eftir sig. Nýverið tók hann við stöðu forseta Evrópudeildar alþjóðasamtaka blóðferlafræðinga, sem telur um 600 sérfræðinga, og segir tengslin, samtalið og leitina að sannleikanum gera það að verkum að hann er enn með stjörnur í augunum þegar hann lýsir því sem hann vinnur við. Sunna Valgerðardóttir talar við Ragnar um blóð, glæpi og vísindi í þætti dagsins.