Bókaþjófurinn hrellir rithöfunda á ný
Þetta helst - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Í þessum þætti er rætt um mann sem varð heimsþekktur fyrir að stela óútgefnum handritum rithöfunda. Mann sem flestir töldu að hefði verið stoppaður af, eftir að alríkislögreglan í Bandaríkjunum handtók hann fyrir nokkrum árum. En nei. Sunna Dís Másdóttir fékk að kynnast þjófnum á dögunum, rétt fyrir útgáfu nýrrar skáldsögu hennar. Friðgeir Einarsson, kollegi hennar, hefur kafað ofan í málið. Þóra Tómasdóttir talaði við þau.