Creditinfo einvaldur um lánshæfi fólks
Þetta helst - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Mikil reiði hefur blossað upp meðal fólks sem á einni nóttu fékk lækkað lánshæfismat í kladdanum hjá Creditinfo. Fjölmargir eru ósáttir við að eldri vanskil, sem áður voru fyrnd, komi aftur inn í gagnagrunninn og lækki lánshæfismat þeirra. Afleiðingarnar eru meðal annars þær að fólk missir lánaheimildir svo sem kredittkort nú rétt fyrir jólin. Þóra Tómasdóttir ræðir við Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar og Lovísu Ósk Þrastardóttur yfirlögfræðing hjá Umboðsmanni skuldara. Þær kalla eftir eftirliti með lánshæfismati Creditinfo.