Dramadrottningin í Dyngjufjöllum rumskar
Þetta helst - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Askja er vöknuð af værum blundi, segja vísindamenn. Hún náði ekki alveg hundrað árum Þyrnirósarinnar, en nokkuð nálægt því. Sextíu ár eru frá síðasta gosi í Öskju, en næstum því 150 ár eru frá því að hún var með svakaleg læti. Land hefur risið um 35 sentímetra við Öskju á síðasta ári, sem er alveg slatti, og vísindamenn segja að þessi þróun bendi til þess að kvika sé að safnast saman undir henni. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. Ef það gýs er búist við að aðdragandinn verði skýr með aukinni skjálftavirkni. Fyrirvarinn gæti verið stuttur, jafnvel aðeins nokkrar klukkustundir. Þetta helst kíkti ofan í Öskju.