Hvað er málið með Puff Daddy?

Þetta helst - Podcast autorstwa RÚV

Bandaríski tónlistarmaðurinn Puff Daddy birtist nú í nýju ljósi í heimspressunni. Nýlega endurkoma hans inn í tónlistarheiminn hefur hrundið af stað fjölda ásakana og kæra á hendur honum fyrir alvarlega glæpi. Málin urðu kveikja að umfangsmikilli rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á einkalífi Puff Daddy. Hann er sakaður um mansal, nauðganir, frelsisviptingar og kynferðisbrot auk brota á fíkniefnalögum og vopnalögum. Árni Matthíasson tónlistarspekúlant og Robbi Cronic segja Þóru Tómasdóttur frá lífi Puff Daddy.