Íslenska leiðin að konungsríki I

Þetta helst - Podcast autorstwa RÚV

Hlutverk forseta Íslands er að miklu leiti það sama og hlutverk ríkjandi konunga eða drottninga í öðrum þingræðisríkjum. Íslenska leiðin var farin hér við stofnun lýðveldisins 1944, þegar hlutverk forsetans var skilgreint í stjórnarskránni og hefur það, eins og annað í því ágæta riti, ekki breyst síðan. En túlkun stjórnarskrárinnar er oft alls konar og hefur því hlutverk Bessastaðabóndans- eða freyjunnar, breyst mikið með tímanum. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Ragnheiði Kristjánsdóttur sagnfræðiprófessor í þessum fyrri þætti af tveimur um embætti forseta Íslands.