Límið í sögulegum ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins og ,,sósíalista”

Þetta helst - Podcast autorstwa RÚV

Með slitum Bjarna Benediktssonar á ríkisstjórnarsamstarfinu við Vinstri græna og Framsóknarflokksins lýkur sögulegu tímabili í íslenskri stjórnmálasögu. Einungis einu sinni áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn unnið með þeim flokki sem er lengt til vinstri á Alþingi. Þetta var árunum 1944 til 1947 þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Sósalístaflokkurinn ,,eyddu flokkarígnum og sameinuðu krafta sína”, eins og Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það. Hann varð forsætisráðherra í Nýsköpunarstjórninni sem Alþýðuflokkurinn var einnig hluti af ásamt Sósíalistaflokknum. Líkindi þessara tveggja ríkisstjórna eru nokkur þar sem mikið traust ríkti á milli formanna Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokksins í þeim báðum. Ólafur Thors og formaður Sósíalistaflokksins, Einar Olgeirsson, náðu vel saman og mikið traust ríkti á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Rætt er við Guðmund Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, um það sem er líkt með Nýsköpunarstjórninni og ríkisstjórninni sem nú er frá og Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem hefur unnið með bæði Bjarna og Katrínu.