Lúsétinn lax í Tálknafirði
Þetta helst - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Um milljón laxar í sjókvíum í Tálknafirði hafa drepist eða verið fargað. Á aðeins tveimur vikum sýktist laxinn í kvíunum svo illa af laxalús að fiskurinn allur er ónýtur til manneldis. Sláandi myndir af lúsétnum laxi hafa birst í fjölmiðlum að undanförnu. Gréta Sigríður Einarsdóttir fréttamaður Rúv á Vestfjörðum og Vesturlandi er nýkomin frá Tálknafirði og fjallar um úrræðin við þessu ástandi og hvers vegna atvinnugreinin er íbúum á svæðinu svo mikilvæg.