Mannskæður jarðskjálfti í Afganistan
Þetta helst - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Minnst 1.150 létust og 1.500 slösuðust þegar jarðskjálfti, um sex að stærð, reið yfir suðausturhluta Afganistans aðfaranótt miðvikudagsins. Jarðskjálftar eru ekki óalgengir í Afganistan en þessi er sá mannskæðasti í tvo áratugi. Þar með skall enn eitt stóráfallið á afganskan almenning, það síðasta af fjölmörgum sem dunið hafa yfir síðan stjórn Talíbana tók við völdum í landinu í fyrra. Katrín fer yfir stöðuna, skjálftann, afleiðingarnar og eftirmálin í Þetta helst í dag. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.