Of sönn sakamálasaga

Þetta helst - Podcast autorstwa RÚV

Dómstóll í Busan-héraði Suður Kóreu dæmdi á föstudag unga konu til lífstíðarfangelsisvistar fyrir morð. Konan játaði að hafa stungið ungan enskukennara til bana, hlutað lík hennar í sundur, komið einhverjum bútum fyrir í ferðatösku og fleygt í ánna. Ástæða morðsins var forvitni. Konan hafði lengi haft mikinn áhuga á sakamálasögum, sérstaklega sönnum sakamálasögum, og orðin forvitin um hvernig það væri að fremja morð sjálf. Hún lét verða af því, eftir að hafa skipulagt ódæðisverkið í marga mánuði. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Arnar Eggert Thoroddsen félagsfræðing um áhuga mannfólksins á glæpum og ráðgátunum í kring um þá, rótina og mögulegar afleiðingar.