Þorpið á Grænlandi þar sem næsti bar er á Íslandi
Þetta helst - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Ragnar Axelsson birti ljósmyndir frá þorpi á Grænlandi í byrjun desember í bandaríska tímaritinu the The New Yorker. Greinin fjallar öðrum þræði um grænlenskan ísbjarnarveiðimann, Hjelmer Hammeken, sem býr í þorpinu, Ittoqortoormiit, á austurströnd Grænlands. Ragnar segir frá Hammeken, þorpinu og vinnslu greinarinnar í bandaríska blaðinu sem fagnar 100 ára afmæli sínu í ár. Ittoqortoormiit er svo einangrað á Grænlandi að næstu matsölustaðir, kaffihús og barir eru á Íslandi, 500 kílómetra í burtu. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
