Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræðir Elda og hamfarir á Reykjanesskaga
Þetta helst - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
- Það er óábyrgt að láta Sigríði Hagalín flytja fréttir af mögulegu gosi þar sem hún spáði fyrir hamförum í bókinni Eldarnir, ástin og aðrar hamfarir, þar sem eldsvirkni byrjar á Reykjanesi sem leiðir til alls konar hörmunga - skrifar áhyggjufullur samfélagsmiðlanotandi, en líklega í léttum tón. Sigríður Hagalín Björnsdóttir er ein reyndasti fréttamaður RÚV og það vill svo til að hún er líka rithöfundur sem hefur meðal annars skrifað skáldsögu um eldsumbrot á Reykjanesskaganum. En það vill líka svo til að fjórum mánuðum eftir að bókin hennar kom út, rofnaði Reykjanesskaginn og hefur varla gróið síðan. Hamfarir eru orðnar, þó að hinar óhugsanlegu hamfarir, að það gjósi í Grindavík, séu enn ekki orðnar og verði vonandi aldrei. Sigríður hefur flutt fréttir af Grindavík undanfarna daga, hitt fólkið við þessar fáránlegu aðstæður og horft ofan í jörðina þar sem kvikan kraumar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við hana í þætti dagsins.