Skotárásir III: Hvatinn
Þetta helst - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Við höldum áfram umfjöllun okkar um skotárásir í Þetta helst. Í dag ræðum við við Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, og spyrjum hana út í hvatanna og tilefnin að baki skotárásum. Sér í lagi fjöldaskotárásum, eins og þeirri sem átti sér stað í grunnskóla í Uvalde í Texas undir lok síðasta mánaðar. Þar sem maður myrti tuttugu og einn, þar af nítján börn undir tíu ára aldri. Skyttan sjálf var átján ára. Raunar einkennir lágur aldur lang lang flesta skotárásarmenn í grunnskólum. Það og kyn þeirra - en flestir þeirra eru piltar undir átján ára aldri. En hvernig gerist þetta? Hvernig gerist það að einstaklingur ákveður að beita vopni gegn annarri manneskju í samfélagi eins og Bandaríkjunum, sem á svo margan hátt er líkt okkar? Hvað þá gegn fjölda fólks? Gegn börnum? Hverjir fremja skotárásir og hvað knýr þá áfram? Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.