Snyrtivöruframleiðendur herja á börn með fullorðinsvörur
Þetta helst - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Snyrtivöruiðnaðurinn veltir gífurlegum fjárhæðum. Markaðurinn er einn sá stöðugasti, traustasti og stærsti í heimi. Í fyrra nam veltan á heimsvísu um 20 þúsund milljörðum íslenskra króna - 20 billjónum - og samkvæmt hagfræðispám mun hann bara halda áfram að stækka. Snyrtivöruframleiðendur beina nú sjónum sínum að börnum, því allir hinir markhóparnir eru mettaðir. Sunna Valgerðardóttir ræðir í þætti dagsins við Maríönnu Pálsdóttur snyrtifræðing og Rakel Garðarsdóttur, stofnanda Vakandi, um serumvæðingu og húðrútínu ungra stúlkna og þær afleiðingar sem það getur haft.