Taktísk kjarnavopn
Þetta helst - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Pútín Rússlandsforseti hefur ekki verið feiminn við að hóta kjarnorkustríði undanfarnar vikur. Rússland býr yfir tvö eða þrjú þúsund slíkum vopnum, nánar tiltekið taktískum kjarnavopnum. Tactical nuclear weapons. Fyrirbæri sem hefur ekki verið mikið fjallað um undanfarin ár, en nú líður varla sá dagur þar sem ekki birtist frétt sem fjallar á einn eða annan hátt um þessar óhuganlegu sprengjur. En hvað eru eiginlega taktísk kjarnavopn og hver er munurinn á þessum sprengjum og öðrum sprengjum? Og hver er munurinn á þeim og stóru kjarnorkusprengjunum? Sunna Valgerðardóttir fékk Sigurð M. Magnússon, forstjóra Geislavarna ríkisins, í Þetta helst til að ræða um taktísk kjarnavopn.