Fávitar Podcast 4. þáttur - Þorsteinn og Karlmennskan

Fávitar Podcast - Podcast autorstwa Sólborg Guðbrandsdóttir

Kategorie:

Þorsteinn V. Einarsson er maðurinn á bakvið átakið Karlmennskan. Hann er fyrrum fótboltastrákur og karlremba sem neyddist til að líta á heiminn í öðru ljósi þegar hann vann í félagsmiðstöð og þurfti að naglalakka sig. Í kjölfarið áttaði hann sig á öðrum veruleika en þeim sem hann hafði búið við alla tíð og fór að velta fyrir sér karlmennskuhugmyndum. Í dag er Þorsteinn í mastersnámi í kynjafræði og flytur fyrirlestra um allt land. Þátturinn var tekinn upp í júlí 2019 en í honum ræðum við hvað það þýðir að vera alvöru karlmaður og mikilvægi þess að við gagnrýnum viðteknar hugmyndir um karlmennsku sem hafa áhrif á okkur öll.