#25 – Prakkari, veiðimaður og flugmaður – Ásgeir Guðmundsson
Flugvarpið - Podcast autorstwa Jóhannes Bjarni Guðmundsson
Ásgeir Guðmundsson flugmaður segir hér frá litríkum ferli sínum í fluginu og ýmsum prakkarastrikum. Ásgeir hefur mætt áföllum af æðruleysi, er lífsglaður og þekktur fyrir alls konar uppátæki og sögur. Hann var flugstjóri hjá Cargolux þegar þegar hann lenti í alvarlegu flugslysi ásamt vini sínum á lítilli einkaflugvél á Austurlandi í júlí árið 2009. Þá breyttist líf hans á svipstundu. Ferlinum sem atvinnuflugmaður lauk og hann missti góðan vin sem var með honum í vélinni. Ásgeir segir hér frá slysinu og þeim verkefnum sem hann hefur glímt við eftir þessa erfiðu lífsreynslu, en ekki hvað síst frá skemmtilegum ferli og fólki í fluginu.
