#31 – Þrautgóður á raunastund - Björn Pálsson sjúkraflugmaður
Flugvarpið - Podcast autorstwa Jóhannes Bjarni Guðmundsson
Þátturinn er tileinkaður Birni Pálssyni flugmanni. Saga hans er ein merkasta saga íslensks flugmanns því líf hans og flugmannsstarf var helgað því að koma fólki til hjálpar í neyð og að hjálpa veikum og slösuðum. Björn varð þjóðkunnur fyrir frumkvöðlastarf sitt sín við sjúkraflugið og þeir voru margir sem áttu honum líf sitt að launa. Í heilan áratug frá 1950 til 1960 flaug Björn sjúkraflug á eins hreyfils flugvélum sem ekki tóku nema einn sjúkling og lækni eða fylgdarmann. Björn stofnaði ásamt Flugfélagi Íslands fyrirtækið Flugþjónustuna hf. árið 1965 og rak það til dauðadags. Áður en yfir lauk hafði Flugþjónustan flutt á fjórða þúsund slasaðra eða sjúkra. Í þættinum er rætt við Gunnar Heiðar Guðjónsson flugmann sem starfaði um tíma hjá Flugþjónustunni undir handleiðslu Björns Pálssonar á sjöunda áratugnum. Einnig eru birt valdir kaflar úr viðtölum við Björn sem birtust í Ríkisútvarpinu árið 1970 þar sem hann segir m.a. frá stórmerkilegum sjúkraflugsferðum á sínum ferli. Björn fórst í flugslysi árið 1973.
