Arnar útskýrir landsliðsvalið - Einn í viðbót valinn

Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tilkynnti í dag 22 leikmenn sem verða í landsliðshópnum í janúar þegar spilað verður við Svíþjóð og Eistlandi á Algarve í Portúgal. Tveir nýliðar eru í hópnum, það eru þeir Aron Bjarnason og Nökkvi Þeyr Þórisson. Aron Sigurðarson er þá í hópnum í fyrsta sinn síðan í janúar 2018. Fótbolti.net ræddi við landsliðsþjálfarann í dag og spurði hann sérstaklega út í þessa þrjá leikmenn auk þess sem spurt var út í yngsta leikmann hópsins, Danijel Dejan Djuric. 23. leikmaðurinn verður svo tilkynntur síðar. „Við erum að bíða eftir svari frá nokkrum klúbbum," sagði Arnar um 23. manninn í viðtalinu. Arnar kom inn á að sum félög á Norðurlöndunum hefðu ekki hleypt leikmönnum sínum í verkefnið. Hann fór yfir janúarverkefnið, valið á hópnum, ræddi um landsliðsárið 2022 og ýmislegt annað í viðtalinu sem má nálgast í spilaranum hér að ofan, á Spotify og öllum hlaðvarpsveitum.