Boltinn á Norðurlandi: Gary pirraður - Addi og dyravörðurinn unnu sigur
Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net
Kategorie:
Leikir unfanfarna daga hjá liðunum á Norðurlandi skoðaðir. Leikir Þór, KA og KF skoðaðir vel og aðeins rætt um hina leikina og pælingar tengdar þeim. KA vann sinn fyrsta leik í deildinni, Þórsarar gerðu jafntefli og Magni missti niður forystu. Áfram er uppskeran lítil í 2. deild en Tindastóll náði í gott stig á útivelli og Samherjar halda áfram á góðu skriði. Kvennalið Tindastóls er á toppi Lengjudeildarinnar, Þór/KA er í smá brekku og fyrsta mark Völsungs kvenna. Dagskráin: KA: 1-21(mín), Þór 21-31, Magni 31-36, KF 36-44, 2. deild, 44-52, Tindastóll 52-55, Samherjar 55-58, kvennaboltinn 58-65, næstu leikir 65-68. Umsjónarmenn: Aksentije Milisic og Sæbjörn Þór Þórbergsson.