Boltinn á Norðurlandi: Gleði og samstaða í 603 - Brekkustrákar skora ekkert
Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net
Kategorie:
Loksins loksins! Þeir Aksentije Milisic og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke fóru yfir síðustu leikina fyrir hlé og þá leiki sem hafa farið fram á undanfarinni viku. Nóg var um að ræða: Engin markaskorun hjá KA, Þórsarar með endurkomu og öflugan sigur og sama gamla hjá Magna. KF getur ekkert gegn Víði, Völsungur vann sinn fyrsta leik en svo ekki söguna meir og 'same shit different day' hjá D/R. Þór/KA bjargaði stigi gegn Stjörnunni en mætti ofjörlum sínum í Breiðabliki. Tindastóll í góðri stöðu, Völsungur að falla úr Lengjunni en Hamrarnir gætu farið upp úr 2. deild. Þá var einnig rætt um 3. deild karla og C-riðil 4. deildar. Dagskráin KA (mín): 1-16, Þór: 16-27, Magni: 27-34 , 2. deild: 34-55 3. deild C-riðill: 55-61, Kvennaliðin 61-68 og framhaldið: 68-77 Ábendingar um umræðuefni: [email protected] eða Boltinn á Norðurlandi á Twitter.