Enski boltinn - Blessun í dulargervi

Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:

Titilbaráttan í ensku úrvalsdeildinni er búin þó að staðfest sviginn sé ekki mættur. Gummi, Steinke og Hlynur Valsson fóru yfir leiki helgarinnar í Enski boltinn hlaðvarpinu. Arsenal tapaði stórt gegn Brighton á heimavelli um helgina á meðan Manchester City fór illa með Everton. City hefur verið óstöðvandi síðustu vikur og eru að sanna sig sem eitt besta lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Á meðan er Brighton eitt skemmtilegasta lið deildarinnar. Kannski var það blessun í dulargervi fyrir félagið að Graham Potter tók við Chelsea því Roberto De Zerbi hefur lyft liðinu upp á nýtt plan. Rætt var um leiki helgarinnar og ýmislegt annað í hlaðvarpinu. Meðal annars var rætt um þær fréttir að Mauricio Pochettino sé að taka við Chelsea og að Julian Nagelsmann sé ekki að taka við Tottenham.