Enski boltinn - Fjögurra hesta kapphlaup um titilinn
Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net
Kategorie:
Hlaðvarpsþátturinn „Enski boltinn" er á sínum stað í dag líkt og eftir allar helgar í ensku úrvalsdeildinni. Hlynur Valsson, lýsandi á Síminn Sport, og Ingólfur Sigurðsson fóru yfir umferðina að þessu sinni. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn. Meðal efnis: Son og Kane í banastuði, góð kaup hjá Spurs, Tottenham getur orðið meistari, Arteta eins og snákasölumaður, öruggur Curtis Jones, Klopp fær allt út úr hópnum, framlína Wolves floppaði, lúðalegur Kelleher geggjaður í markinu, munur á hálfleikjum hjá Man Utd, Bruno Fernandes gerir alla betra, fjögurra hesta barátta, Chelsea búið að finna varnarlínuna, Manchester City að komast í gang, leiðarlok hjá Aguero, vilja sjá Messi í Man City, Sheffield United ekki yfir 20 stig?, eins og önnur íþrótt með áhorfendum, Zaha í stuði og margt fleira.