Enski boltinn - Framtíð Arsenal og basl Liverpool

Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:

Það var líf og fjör í leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og farið var yfir gang mála í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" í dag. Gestir þáttarins eru Arsenal stuðningsmennirnir Jón Kaldal og Engilbert Aron Kristjánsson. Meðal efnis: Sóknarleikur Arsenal að lagast, ungu leikmennirnir koma með orku, Aubameyang kominn í gang, Ödegaard lofandi, óskiljanleg kaup í WIllian, allt í vaskinn hjá Liverpool, dýrkeypt mistök Alisson, Rodgers spilar á styrkleikana, VAR lituð helgi, Rashford tók of margar snertingar, gaman að horfa á Bruno Fernandes, skemmtilegri Guardiola bolti, Gundogan minnir á Scholes, Southampton í ruglinu, Jói Berg í stuði, Lowton breyttist í Dani Alves, Netflix hetjan kláraði Everton, gengur allt upp hjá Tuchel.