Enski boltinn - Ætla að sjá Tottenham taka við bikar í vor

Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:

Tottenham stuðningsmennirnir Hjálmar Örn Jóhannsson og Ingimar Helgi Finnsson mættu skellhlæjandi á skrifstofu Fótbolta.net. Tottenham situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" í dag var rætt um sigur Spurs á Manchester City sem og aðra leiki helgarinnar í enska boltanum. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn. Meðal efnis: Taktík Mourinho, Kane kemur stanslaust á óvart, "stálu" Höjberg á þrjár milljónir punda, bóluefni fyrir bikaraafhendingu, aðrir stíga upp hjá Liverpool, brúðkaupið sem Salah fór í, styðja litlu liðin í skiptingunum, lélegt gengi Gautaborg í FM, engin flugeldasýning hjá Man Utd, breidd hjá Chelsea, leiðindi hjá Newcastle, breyta vítareglum, Parker og Bilic í stórhættu, hugmyndasnauðir, Arsenal menn, geðheilsa Arilíusar veltur á Arsenal, baráttuleysi Sheffield United og ótrúleg úrslit Aston Villa.