Enski boltinn - Tveir af skemmtilegri leikjum vetrarins

Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:

Það var létt yfir mönnum í þætti dagsins. Þeir Ísak Máni Wium og Tómas Steindórsson sátu með Sæbirni Steinke og þá var Ingimar Helgi Finnsson á línunni, reif upp tólið á Tenerife. Ísak er stuðningsmaður Manchester United, Tómas heldur með West Ham og Ingimar er Tottenham-megin í lífinu. Rætt var um leiki umferðarinnar og aðeins spáð í leiki Liverpool, Man Utd og Chelsea í miðri viku. Hversu góður er Harry Kane? - Skiptingin á Paul Pogba - Kaupstefna West Ham - Wout Weghorst - Roy Hodgson og svo margt fleira. Enski boltinn er í boði WhiteFox (fyrir 18 ára og eldri) og Domino's (fyrir alla).