Fantabrögð - 15. umferð - Sprengju varpað í lok þáttar!

Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:

Strákarnir hittust í GT studio og ræddu 15. umferðina. VAR-sóknarlínan sýndi, eins kaldhæðið og nafnið er, enn og aftur fram á mikilvægi sitt. Vardy, Abraham og Rashford skoruðu allir. Tammy lék marga þjálfara grátt og einhverjir söfnuðu stigum á bekknum. Mælt er með að hlustendur fái sér sæti áður en þeir hlusta á lok þáttarins því stærstu sprengju í sögu þáttanna var varpað. Ekki missa af því. Eða kannski væri annar þeirra alveg til í að hlustendur myndu einmitt missa af því.