Fantabrögð - Hægðir og lægðir
Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net
Kategorie:
00:00 - Eyjabitinn 45:14 - 50skills 1:07:30 - Premier League Það voru hægðir og lægðir í þessari viku hjá Fantasy leikmönnum. Lítið um hæðir. Kristófer Máni og Arnór Gauti, varamenn Fantabragða, mættu til Gylfa í stúdíóið á meðan Aron er í sumarfríi. Stigaleysið var algjört í Eyjabitanum. Meira var um að vera í 50skills þótt einungis tveir leikir hafi farið fram í síðustu umferð. Enska Fantasy er nánast búið. Þrátt fyrir erfiða tíma í Fantasy, eins og venjan hefur verið, voru strákarnir kátir enda Fylkir komnir á toppinn í Pepsi Max deild karla. Þeir reyna þó misvel að láta Fylkisgleraugun ekki blinda sig og fóru yfir næstu leiki. -Skiptir máli hvort leikmaður spili á gervigrasi eða grasi? -Munu Valsstelpur halda áfram að skila stigum þegar þær mæta Fylki? -Ertu spennandi Fantasy leikmaður ef þú spilar ekki fyrir Manchester? Þessu var svarað og ýmsu fleira.