Fantabrögð - Uppgjör á enska tímabilinu

Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:

Þá er hinu langa og sögulega tímabili 2019/2020 lokið í enska boltanum og þar með einnig Fantasy Premier League. Aron kom endurnærður úr sumarfríi og gerði upp tímabilið með Gylfa sem var þó heldur svekktur eftir erfiðan vetur. Hvað gekk upp - og það sem meira máli skiptir - hvað fór úrskeiðis? Hvað ætlum við að reyna að gera betur á næsta tímabili? Kevin de Bryune endaði sem stigahæsti leikmaðurinn að þessu sinni með 251 stig og það var því vel við hæfi að hann kláraði tímabilið með alvöru 19 stiga frammistöðu. Það var Búlgarinn Aleksandar Antonov sem sigraði Fantasy Premier League að þessu sinni og endaði með 2575 stig. Gunnar Björn Ólafsson varð stigahæsti Íslendingurinn og sigraði auk þess Budweiser deildina. Hann verður leystur út með glæsilegum vinningum þegar hann mætir sem gestur í næsta þátt Fantabragða og fer yfir sitt frábæra tímabil.