Fótboltapólitíkin - Þreföld umferð á Íslandsmótinu 2021?

Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:

Úr útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Þórir Hákonarson, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, kom í útvarpsþáttinn Fótbolti.net. Hann ræddi um fótboltapólitíkina og það sem félögin eru að ræða sín á milli þessa dagana, þar á meðal fjármálin. Þá ræddi hann um hugmyndir um að lengja Íslandsmótið en hann er stuðningsmaður þess að 2021 verði gerð tilraun með að spila þrefalda umferð í Pepsi Max-deildinni, áfram í tólf liða deild, og mótið hefjist þá í febrúar. Umræða er í gangi milli íslenskra félaga um þessa útfærslu og segir Þórir að mörgum lítist vel á þó engin fullkomin lausn sé í þessu. Hans vilji er að þetta verði prófað 2021 og svo verði fundað um framhaldið.