Frá Eastbourne að Íslandsmeistaratitlinum
Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net
Kategorie:
Nik Chamberlain stýrði kvennaliði Breiðabliki til Íslandsmeistaratitils síðasta laugardag eftir hreinan úrslitaleik við Val. Hann var að klára sitt fyrsta tímabil hjá félaginu eftir að hafa gert flotta hluti með Þrótt þar áður. Nik, sem er frá Eastbourne á Bretlandseyjum, kom fyrst til Íslands árið 2007 en hann hefur verið hér samfleytt í býsna langan tíma. Hann mætti í dag á skrifstofu Fótbolta.net og fór yfir tímabilið með Breiðabliki og tímann sinn á Íslandi. Og auðvitað tígulmiðjukerfið sem hann hefur gert frægt.