Freysi um Söru Björk: Draumur fyrir alla þjálfara
Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net
Kategorie:
Í morgun tilkynnti Sara Björk Gunnarsdóttir að landsliðsskórnir væru komnir á hilluna eftir sextán ára feril. Hún fór á fjögur stórmót, lék 145 landsleiki og skoraði 24 landsliðsmörk á sínum ferli. Á árunum 2013-2018 lék hún undir stjórn Freys Alexanderssonar í landsliðinu. Freyr er í dag þjálfari Lyngby í Danmörku og ræddi við Fótbolta.net um Söru Björk í kjölfar tíðindanna í dag. Freyr gerði Söru að fyrirliða á sínum tíma þegar Margrét Lára Viðarsdóttir var með barni og leiddi hún liðið á EM í Hollandi þegar Freysi var þjálfari liðsins. Í seinni hluta viðtalsins ræddi svo Freysi um stöðuna hjá Lyngby sem hefur misst lykilmenn núna í glugganum og er í erfiðri stöðu í dönsku Superliga.