Gunnhildur Yrsa er mætt heim - Kom ekkert annað til greina
Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net
Kategorie:
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er komin aftur heim til Íslands eftir langa dvöl í atvinnumennsku. Hún bjóst aldrei við því að verða atvinnukona í fótbolta eftir að hafa slitið krossband tvisvar. Það gerðist svo í þriðja sinn eftir að hún fór til Noregs frá Stjörnunni. En hún hélt alltaf áfram og endaði á því að leika í tíu ár erlendis, fyrst í Noregi og svo í Bandaríkjunum. Hún á þá að baki 96 A-landsleiki með Íslandi. Gunnhildur er núna komin heim í Stjörnuna en það kom ekki til greina að fara neitt annað hér heima. Í þessu hlaðvarpi ræðir hún um byrjunina í Stjörnunni, tímann í atvinnumennsku, erfið mál í Bandaríkjunum, landsliðið og nýtt líf á Íslandi. Hún hvetur fólk til að fylgjast með Stjörnunni næsta sumar.