Heimavöllurinn - Efnilegastar í heimsókn

Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:

Það er nóg um að vera á Heimavellinum í dag. Unglingalandsliðskonurnar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir kíkja í heimsókn og fara yfir undanriðilinn hjá U19 og næstu verkefni, sigurleikur A-landsliðsins í Lettlandi er ræddur og hitað upp fyrir risastóra Meistaradeildarslaginn á morgun þegar Breiðablik tekur á móti stórliði PSG. Það er svo ekki hægt að sleppa því að fara aðeins yfir háværustu slúðursögurnar af þjálfara- og leikmannamálum.