Heimavöllurinn: Hvert fer Íslandsmeistaratitillinn?
Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:
Það eru jólin á Heimavellinum um helgina. Stórleikur ársins er á Kópavogsvelli á morgun þegar Breiðablik tekur á móti Val. Tvö bestu liðin. Val dugir jafntefli. Breiðablik verður að vinna. Það er ekki seinna vænna að rýna í leikinn. Daði Rafnsson mætir á Heimavöllinn og rýnir með okkur í leikinn og Pepsi Max deildina. 2.deild er lokið og Völsungur eru meistarar. Við heyrum í fyrirliða Húsavíkurliðsins Hörpu Ásgeirsdóttur. Við förum yfir sumarið með henni, óvænta uppsögn John Andrews og allt annað sem skiptir máli.