Heimavöllurinn - Lengjuspáin 2020

Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:

Það eru rúmar tvær vikur í að keppni í Lengjudeild kvenna hefjist og í nýjasta þætti Heimavallarins er spáð í spilin fyrir tímabilið. Gestur þáttarins er knattspyrnuþjálfarinn Aníta Lísa Svansdóttir og hún fer yfir málin með þeim Huldu Mýrdal og Mist Rúnarsdóttur. Meðal efnis: -Spáin opinberuð: 1.sæti-10.sæti -Hverjar verða mikilvægastar í sínum liðum? -Hvaða efnilegu leikmönnum þurfum við að fylgjast með? -Hvaða lið fara upp í Pepsi Max? -Hvaða leikmenn verða bestar í Lengjudeildinni? -Hvaða lið falla? Meðal efnis í fréttapakkanum: -Undankeppni EM keyrð aftur í gang -Landsliðsfyrirliðinn orðuð við Barcelona - búin að ákveða sig? -Enska knattspyrnusambandið til skammar -Sif berst fyrir réttindum óléttra knattspyrnukvenna -Kona vikunnar - mögnuð endurkoma -Helena skiptir Fjölni út fyrir Pepsi Max mörkin -Heitustu félagaskiptin korter í mót -Loksins fótbolti og æfingaleikjahryna -Augnablik vinnur óþekktar Eyjakonur -Afhverju var KR með einn varamann í æfingaleik? -Er besti markmaðurinn kominn í Selfoss?