Heimavöllurinn - Úrvalslið Inkasso og súpersystur

Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:

Það er mikið um dýrðir á Heimavellinum að þessu sinni. Þáttastýrurnar Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir opinbera úrvalslið fyrri hluta Inkasso-deildarinnar, velja besta leikmanninn og heyra í henni hljóðið. Þá fara þær yfir helstu fréttir vikunnar og taka púlsinn á félagaskiptum rétt fyrir gluggalok. Heimavöllurinn fékk svo hjálp á samfélagsmiðlum við að velja eftirlætissystur efstu deildar undanfarinn áratug.