Inkasso-hornið - Hitað upp fyrir spennuþrungna lokaumferð

Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:

Fótbolti.net fjallar vel um Inkasso-deild karla og í samvinnu við Inkasso bjóðum við upp á hlaðvarpsþætti um deildina í sumar. Arnar Daði Arnarsson er umsjónarmaður þáttarins. Í þessum lokaþætti er farið yfir stöðuna á toppi og botni deildarinnar þar sem spennan er mikil fyrir lokaumferðina sem fram fer á laugardaginn klukkan 14:00. Fjölnismenn eru búnir að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni en það kemur í ljós á laugardaginn hvort nýliðar Gróttu eða Leiknis fylgja þeim upp í Pepsi Max-deildina. Á botninum situr Njarðvík sem er fallið. Hinsvegar eru fjögur lið enn að berjast við það að forðast fall. Þróttur R. er í fallsæti fyrir lokaumferðina en liðið mætir Aftureldingu í lokaumferðinni sem er jafnframt í fallbaráttunni. Þá geta Magni og Haukar einnig fallið en Haukar mæta Gróttu í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Í lokþáttarins völdu sérfræðingarnir, Baldvin Már Borgarson og Úlfur Blandon sitt úrvalslið fyrir Inkasso-deildina í sumar.