Innkastið - Draumahelgi Liverpool og martröð Tottenham
Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:
Það var fjörug umræða í Evrópu-Innkastinu í þessari viku og góðir gestir mættu í heimsókn. Tottenham stuðningsmenn vilja gleyma síðustu viku sem fyrst en liðið tapaði 7-2 gegn Bayern Munchen og 3-0 gegn Brighton. Þeir Hjálmar Örn Jóhannsson, Jóhann Alfreð Kristinsson og Ingimar Helgi Finnsson létu sig þó hafa það að mæta í Innkastið og ræða þessa hrikalegu viku hjá sínum mönnum í Tottenham. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir dramatískan sigur á Leicester og óvænt tap Wolves. Gengi Liverpool og City var til umræðu í þættinum sem og brasið hjá Manchester United og margt fleira. Skylduhlustun!