Ítalski boltinn - Forsetar harðir í horn að taka

Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:

Zlatan Ibrahimovic er kominn með sjö mörk í fjórum leikjum fyrir AC Milan sem trónir á toppi Serie-A eftir 6 umferðir. Bakfallsspyrnumarkið hans gegn Udinese var eitt af fjölmörgum stórkostlegum mörkum umferðarinnar. Varnarlína Inter bauð upp á hrekkjavökuþema gegn Parma og tveir þjálfarar eru á barmi þess að missa starfið. Þrír Íslendingar spiluðu stór hlutverk í bikarleikjum á meðan landsliðsmaður er kominn út í kuldann hjá einum harðasta forseta landsins. Um þetta allt og meira til er fjallað í þætti vikunnar af ítalska boltanum. Ítalski boltinn er hlaðvarpsþáttur sem fjallar einungis um ítalska boltann. Björn Már Ólafsson mun í vetur gera reglulega þætti þar sem hann fer yfir það sem er að gerast í ítalska boltanum. Verður fjallað um Íslendingana í deildinni, skemmtilegar sögur, rifjaðar upp goðsagnir og svo verða í hverjum þætti veitt veitt hin skemmtilegu verðlaun „gullna ruslatunnan", eða „Bidone d'oro".