Ítalski boltinn - Íslendingur til Napoli eftir 107 ára bið!
Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net
Kategorie:
Í þætti vikunnar snýst allt um nágrannaslagi. Torino tapar sem fyrr gegn nágrönnum sínum í Juventus og þjálfari Birkis og Hólmberts í Brescia fékk stígvélið daginn fyrir nágrannaslaginn mikla sem kenndur er við strengjahljóðfæri - Derby del violino. AC Milan heldur sigurgöngu sinni áfram, í leik þar sem Norðurlandabúar voru í aðalhlutverkum og íslendingar eiga knattspyrnumann í Napoli, 107 árum eftir að það gerðist síðast. Ítalski boltinn er hlaðvarpsþáttur sem fjallar einungis um ítalska boltann. Björn Már Ólafsson mun í vetur gera reglulega þætti þar sem hann fer yfir það sem er að gerast í ítalska boltanum. Verður fjallað um Íslendingana í deildinni, skemmtilegar sögur, rifjaðar upp goðsagnir og svo verða í hverjum þætti veitt veitt hin skemmtilegu verðlaun „gullna ruslatunnan", eða „Bidone d'oro".