Júlli Magg: Snerist frá þeirri hugsun á lokametrunum
Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net
Kategorie:
Júlíus Magnússon samdi við norska félagið Fredrikstad í lok síðasta mánaðar. Júlíus var fyrirliði Víkings á síðasta tímabili og var í algjöru lykilhlutverki í liðinu sem endaði í 3. sæti Bestu deildarinnar og vann bikarmeistaratitil. Hann er 24 ára djúpur miðjumaður sem lék með Víkingi í fjögur tímabil eftir að hafa komið heim frá hollenska félaginu Heerenveen þar sem hann lék með unglingaliðum og varaliði. Hann ræðir um félagaskiptin, ákvörðunina, norska félagið, landsliðið og Víking í viðtalinu.