Landsliðsgluggi sem fær falleinkunn þrátt fyrir stærsta sigur sögunnar

Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:

Íþróttafréttamaðurinn Andri Már Eggertsson, betur þekktur sem Nablinn, var í yfirvinnu á skrifstofu Fótbolta.net í dag. Hann ræddi ekki bara um HK því hann tók líka landsliðsumræðu með Guðmundi Aðalsteini og Sæbirni Steinke. Íslenska karlalandsliðið var að klára sinn fyrsta glugga í undankeppni EM 2024. Liðið vann í gær stærsta sigur sinn í keppnisleik frá uppahafi er liðið vann 7-0 sigur á Liechtenstein. Þrátt fyrir það fær glugginn falleinkunn þar sem liðið féll harkalega á stóra prófinu gegn Bosníu. Strákarnir ræða um leikinn í Liechtenstein og gluggann í heild sinni í þessum þætti.