Landsliðsumræða - Trúnaðarbrestur og þjálfaraleit

Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:

Seinni hluti útvarpsþáttarins Fótbolti.net á X977 laugardaginn 5. desember. Elvar Geir og Tómas Þór ræða um landsliðsþjálfaramálin og stóru fréttirnar af því að Jón Þór Hauksson hafi farið yfir strikið í ummælum sínum við leikmenn kvennalandsliðsins. Starf Jóns Þórs er í hættu. Rætt er um leitina að næsta þjálfara karlalandsliðsins en Tómas telur að Lars Lagerback sé líklegastur í stólinn. Rætt er við Víði Sigurðsson, yfirmann íþróttadeildar Morgunblaðsins, um þjálfaraleitina og einnig um bókina Íslensk knattspyrna 2020 sem er væntanleg í verslanir. Á mánudag verður dregið í undankeppni EM, hvernig er martraðariðill Íslands og hvernig er draumariðillinn? Þá er Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður á línunni og ræðir um Brexit áhrif á íslenskan fótbolta.