Miðjan - Birkir um ferilinn, Barcelona og fangelsisvist
Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net
Kategorie:
Markvörðurinn Birkir Kristinsson á merkilegan feril. Hann spilaði í meistaraflokki í rúmlega 20 ár, spilaði fjórum sinnum við Barcelona, og stórleikina við Frakka fyrir aldamótin auk þess að kveðja fyrir framan rúmlega 20 þúsund áhorfendur á Laugardalsvelli. Hann fagnaði líka Evrópumeistaratitli með Barcelona liðinu árið 2009 og sat svo í fangelsi hér á landi og lauk endanlega afplánun í lok síðasta árs. Birkir er gestur podcastþáttarins Miðjunnar hér á Fótbolta.net í dag. Meðal efnis: - Rekur safn í Perlunni í dag - Bjargað af leikmanni andstæðings í leik eftir ljótt fótbrot - Svissuðu á Evrópuleikjum til að geta fengið sér í tána - Skammaður í búðinni eftir tapleiki á Akranesi - Með Akraborginni á æfingar alla daga - Mætti Barcelona fjórum sinnum á tveimur árum með Fram - Allsber maður kom nokkrum sinnum inn á völlinn - Týndi takkanum úr skónum í fæti Gumma Steins - Borðaði hvað sem er og kláraði af diskum liðsfélaganna - Hetja þegar hann sló PSV Eindhoven út í Evrópukeppni - Tolleraður og baðaður kampavíni á flugvellinum í Bergen - Steve Bruce drakk til 03:00 nóttina fyrir leik - Bannað að spila gegn Liverpool eftir stutt stopp í Birmingham - Fór til Stoke til að skoða bókhaldið en settur strax í hópinn - Fékk á sig mörk í landsleikjum gegn Cantona og Ronaldo - Barthez hljóp inn í klefa og fór að gráta - Kveðjuleikur fyrir framan rúmlega 20 þúsund á Laugardalsvelli - Djammaði með Barcelona liðinu eftir að þeir urðu Evrópumeistarar - Upplifunin af því að sitja í fangelsi