Miðjan - Jón Páll frá Pacman Pizza til Ólafsvíkur
Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net
Kategorie:
Jón Páll Pálmason hefur þjálfað meistaraflokkslið í tíu ár þrátt fyrir að vera aðeins 37 ára gamall en hann tók við Víkingi Ólafsvík í vetur af Ejub Purisevic sem hafði stýrt liðinu síðan í upphafi aldarinnar. Hann er gestur podcastþáttarins Miðjunar á Fótbolta.net í dag. Meðal efnis: - Þjálfaði tónlistarmanninn Auður - Fannst hann hafa brugðist þegar Orri féll fyrir eigin hendi - Glímdi sjálfur við þunglyndi - 27 ára í fyrsta meistaraflokks starfinu - Bjargaði tveimur stigum með að hlaupa inn á völlinn og fá rautt - Fór í Mourinho leik og kallaði dómarann heigul - Missti starfið í kjölfar drykkju leikmanna á karlaleik - Þjálfaði Maríu Þórisdóttur í Klepp - Framkvæmdastjórinn var bleiki fíllinn hjá Stord - Fór til USA að leita að leikmönnum en fann konuna sína - Var að ná fyrstu æfingu Víkings Ó á fótboltavelli - Ólsarar fengu köttinn í sekknum frá Jórdaníu - Sagðist vera læknir og sjúkraþjálfari og sendi hann heim - Víkingur Ó ætlar að skora 50 mörk í sumar