Miðjan - Jónsi var frábær í fótbolta en ástríðan í viðskiptum

Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:

Flestir sem lýsa Jóni Þorgrími Stefánssyni segja að hann hafi verið fáránlega góður fótboltamaður en þrátt fyrir það spilaði hann bara á Íslandi og fékk aldrei sénsinn í landsliðsbúning. Eftir ferilinn hefur hann náð miklum frama í viðskiptum og lent í ótrúlegum uppákomum á ferðalögum. Hann er gestur vikunnar í podcastþættinum Miðjan. Þátturinn í dag er í boði Boðleiðar. Með lausnum frá Boðleið er vinnustaðurinn þar sem þú ert, fullkomnar lausnir í fjarvinnu. Nánar er hægt að kynna sér málið á www.bodleid.is Meðal efnis: - Fyrsta félagið fór á hausinn útaf sjónvarpsauglýsingum - Yngsti maðurinn í sögunni í efstu deild handbolta - Neitaði samningum við St. Pauli og Molde - Kjartan Másson lét leikmenn þruma í drumb í snjónum - Dómarinn skildi óvænt íslensku og af honum rautt spjald - Út að borða með dómaranum sem rak hann af velli - Maðurinn sem náði honum alltaf upp - Hrinti ljósmyndara niður brekku eftir fall Vals - Sneri Ejub niður eftir deilur þeirra og yfirgaf Val - Poster child yfir hvernig á ekki að gera hlutina - Óli Jó bannaði honum að halda treyju no. 1 - Fundir með Atla Eðvalds landsliðsþjálfara sem sá að ástríðan var ekki í fótbolta - Sigurförin hjá FH gerði hann að betri stjórnanda og forstjóra - Vinsælastur hjá stuðningsmönnum - Hjartað er sterkara en veskið ummælin - Þorvaldur Örlygsson reif í hárið á honum og kallaði aumingja - Óhugnanleg lífsreynsla í skotárás í Las Vegas - Styður HK og FH peningalega í dag