Orri Steinn: Þá hefði ég hlegið í andlitið á þér

Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:

Orri Steinn Óskarsson er einn mest spennandi ungi framherji í Danmörku. Hann hefur verið á mála hjá FC Kaupmannahöfn frá því hann yfirgaf Gróttu eftir tímabilið 2019. Þegar Orri hugsar til baka til tímabilsins 2019 þá hugsar hann um lagið sem heyrist í byrjun klippunnar. Orri raðaði inn mörkum fyrir U17 og U19 ára lið FCK og steig sín fyrstu skref með aðalliðinu á síðasta ári. Hann kom inn á í lokaleik deildarinnar og kom við sögu í níu leikjum með aðalliðinu á fyrri hluta þessa tímabils. Á gluggadaginn var hann lánaður til SönderjyskE út tímabilið. Hann er fenginn til að hjálpa liðinu að fara upp í efstu deild. Hann er átján ára gamall og er einn allra efnilegasti leikmaður Íslands. Orri ræðir um tímann hjá FCK til þessa, lífið í Danmörku, ástæðuna fyrir skiptunum til SönderjyskE, hápunktana, lágpunktana og ýmislegt annað.